LEIÐIN – PERFORMATÍFAR PÍLAGRÍMSGÖNGUR
Leiðin er sviðslistaverk sem býður gestum í pílagrímsgöngu þar sem tengsl við umhverfi og samfélag eru í forgrunni. Hver ganga er staðsértæk og byggir á sögum, landslagi og gildum viðkomandi svæðis. Leiðin skapar rými fyrir íhugun og upplifun, þar sem náttúran, manngerð rými og manneskjan sjálf verða hluti af performatífu samtali.
Við gerum allt fyrir ástina
Á tímum hamfarahlýnunar og vaxandi tengslaleysis, þar sem ótti við framtíðina eykst, geta sviðslistir skapað rými til að styrkja tengsl, efla umhyggju og stuðla að tilvistarlegri sjálfbærni.
Verkið byggir á þeirri hugmynd að það sem best hvetur manninn til að breyta lífsháttum og neysluvenjum spretti af kærleika – kærleika til afkomenda sem munu erfa jörðina og kærleika til hins meira-en-mannska: fjalla, lækja, fugla og blóma.
Leiðin vinnur með pílagrímsgöngu sem aðferð til að styrkja tengsl – við jörðina, samfélagið og okkur sjálf en pílagrímsgangan er bæði ferðalag út á við og inn á við.
Hægt er að upplifa Leiðina á tvo vegu:
- Hópganga með leiðsögn – skipulögð ganga þar sem hópur fer leiðina saman.
- Ganga á eigin vegum – eftir að hópgöngum lýkur, verður hægt að hlaða niður leiðbeiningum hér að neðan og upplifa verkið á eigin forsendum, ein eða með öðrum.
Göngurnar eru opnar öllum og hentar öllum aldurshópum.
Leiðin - Vatnsmýrin
Leiðin performatíf pílagrímsferð um Vatnsmýrina í Reykjavík
Steinunn Knúts Önnudóttir og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðslistakonur bjóða gestum í performatífa pílagrímsferðir um Vatnsmýrina í Reykjavík. Í anda pílagrímsferða ganga þátttakendur til móts við sjálf sig en í gegnum sviðssettar hugleiðingar, athuganir og önnur létt verkefni er sjónum beint að tengslum manns við umhverfi sitt. Gangan byrjar og endar við Norræna húsið og hentar öllum aldurshópum með allskonar getu.
Í Reykjavík er gangan sérstaklega hönnuð með þarfir fólks með fjölbreytta hreyfigetu í huga en Kolbrún Dögg sviðshöfundur ferðast sjálf um á hjólastól.
Staður og stund:
Gengið er frá Norræna Húsinu
- Nýjar dagsetningar í ágúst birtast þegar nær dregur.
-
Leiðarlýsingar verða birtar í júlí.
Ferðin tekur um 90 – 120 mínútur og er umþb. 2,5 kílómeter. Boðið er uppá hressingu í ferðinni. Ferðast er eftir malbikuðum göngustígum og hellulögðum gangstéttum en um 5-10% af leiðinni er eftir malarstígum með fínni möl. Leiðsögnin er á íslensku en hægt er að nálgast enskar og danskar leiðarlýsingar á heimasíðu verkefnisins fallegt.com/leidin
Skráning
Skráning fer fram með tölvupósti á fallegt@fallegt.com
Vinsamlega sendið dagsetningu og fjölda þátttakenda.
Einnig er hægt að bóka sérstakar ferðir fyrir hópa á ensku eða dönsku eftir samkomulagi.
Gengið er með virðingu fyrir landi og lífi.
Fyrri göngur 2025: 10.júní, 12.júní, 14.júní.
Leiðin - Ásbyrgi
Þann 26. og 29. júní leiða Steinunn Knúts Önnudóttir og Benjamín Þorlákur Kjaran Steinunnarson Eiríksson pílagrímsgöngu í Ásbyrgi. Gangan er hluti af Leiðinni, röð ferða sem beina athygli að tengslum manns við landslag, sögur og fyrirbæri á hverjum stað.
Þátttakendur ganga til móts við sjálf sig í gegnum hugleiðingar, athuganir og einföld verkefni sem leggja grunn að samtali milli manns og umhverfis.
Staður og stund
Leiðsögn: Steinunn Knúts Önnudóttir sviðslistakona og Benjamín Þorlákur Kjaran Steinunnarson Eiríksson landvörður í Ásbyrgi
Fimmtudagur 26. júní kl. 19:00
Sunnudagur 29. júní kl. 13:00
Gengið er frá Gljúfrastofu.
Gangan tekur 3 tíma og farið er um 8 kílómetra leið eftir troðnum stígum og hentar flestu fólki. Hundar eru velkomnir.
Boðið er uppá heitan drykk á leiðinni.
Leiðsögn er á íslensku og ensku.
Skráning
Skráning fer fram með tölvupósti á fallegt@fallegt.com
Vinsamlega sendið dagsetningu og fjölda þátttakenda.
Hægt er að bóka hópgöngur eftir samkomulagi.
Gengið er með virðingu fyrir landi og lífi.
Leiðin - Kjós
Leiðin – Kjós 19.júlí kl.10:30 í tengslum við Kátt í Kjós.
Leiðsögufólk: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, umhverfisheimspekingur, Hrefna Lind Lárusdóttir, sviðslistakona og Steinunn Knúts Önnudóttir, sviðslistakona.
Skráning
Skráning fer fram með tölvupósti á fallegt@fallegt.com
Vinsamlega sendið dagsetningu og fjölda þátttakenda.
Hægt er að bóka hópgöngur eftir samkomulagi.
Gengið er með virðingu fyrir landi og lífi.
Leiðin - Hallormstaðarskógur
Leiðin Hallormstaður 7. – 10. ágúst