ÞÚ OG ÉG – STEFNUMÓT VIÐ ÞAÐ MEIRA-EN-MENNSKA
Hefur þú átt samtal við tré, tjörn eða stein? Hefur þú hlustað á rödd heimilisins þíns eða speglað þig í bekk á torginu? Þú og ég er sviðslistaverk sem býður gestum að taka þátt í stefnumóti við hið meira-en-mannska – náttúrufyrirbæri, hluti og rými sem móta daglegt líf.
Verkið er sjálfgerandi og býður þátttakendum að upplifa og kanna tengsl sín við umhverfið með nýjum hætti. Hver staður hefur sína sögu, eiginleika og áhrif sem oft fara framhjá okkur í hraða hversdagsins. Þú og ég leggur til ramma fyrir þessar upplifanir og skapar rými til athugunar, hlustunar og þátttöku.
Sjálfgerandi sviðslist í kassa
Verkið er sett fram sem sjálfgerandi verk í kassa, þar sem gestir fá að láni kassa með texta, leiðbeiningum og leikmunum. Kassinn leiðir þátttakendur í gegnum stefnumót við þrjú fyrirbæri á staðnum. Fyrirbærin eru valin út frá sérstöðu hvers samfélags og geta verið t.d. bekkur, tjörn, hús eða náttúrufyrirbæri sem endurspegla staðinn og tengsl manneskjunnar við hann.
Hvernig virkar það?
- Kassinn er fáanlegur á völdum bókasöfnum um landið.
- Gestir fá kassann lánaðan og fylgja leiðbeiningunum til að framkvæma verkið á eigin forsendum, einir eða í félagi við aðra.
- Að lokinni upplifun er kassanum skilað á bókasafnið innan viku.
Þú og ég er hluti af Fallegt, sviðslistaverkefni sem fjallar um sjálfbærni og tengsl mannsins við umhverfi sitt.