ÞÚ OG ÉG – STEFNUMÓT VIÐ ÞAÐ MEIRA-EN-MENNSKA
Hefur þú átt samtal við eld, tjörn eða fjall? Hefur þú hlustað á rödd heimilisins þíns eða speglað þig í bekk á torginu? Þú og ég er sviðslistaverk sem býður gestum að taka þátt í stefnumóti við það meira-en-mannska – náttúrufyrirbæri, hluti og rými sem móta daglegt líf hverrar manneskju.
Sjálfgerð Do-it-yourself sviðslist í bókarformi
Verkefnið er sett fram sem sjálfgerð sviðslist í bókaformi. Bókin inniheldur leiðbeiningar um hvernig á að framkvæma verkið og gefur þátttakanda samhengi og forsendur fyrir samtali við það-meira-en-mennska. Verkið fer fram sem röð af gjörðum, pælingum, athugunum og samtölum sem veita þátttakandanum innsýn inn í tilveru 9 fyrirbæra. Þannig stofnar þátttakandinn til sambands við bók, plöntu, lampa, samfélag fugla, tjörn, bekk, fjall, vind og eld.
Hvernig virkar það?
- Þátttakendur fylgja leiðbeiningunum til að framkvæma verkið á eigin forsendum, einir eða í félagi við aðra.
- Bókin er fáanlegur á völdum bókasöfnum um landið.
- Bókina má kaupa á völdum stöðum.
Þú og ég er hluti af Fallegt, sviðslistaverkefni sem fjallar um sjálfbærni og tengsl mannsins við umhverfi sitt.