LEIÐIN – PERFORMATÍFAR PÍLAGRÍMSGÖNGUR
Leiðin er sviðslistaverk sem býður gestum í pílagrímsgöngu þar sem tengsl við umhverfi og samfélag eru í forgrunni. Hver ganga er staðsértæk og byggir á sögum, landslagi og gildum viðkomandi svæðis. Leiðin skapar rými fyrir íhugun og upplifun, þar sem náttúran, manngerð rými og manneskjan sjálf verða hluti af performatífu samtali.
Við gerum allt fyrir ástina
Á tímum hamfarahlýnunar og vaxandi tengslaleysis, þar sem ótti við framtíðina eykst, geta sviðslistir skapað rými til að styrkja tengsl, efla umhyggju og stuðla að tilvistarlegri sjálfbærni.
Verkið byggir á þeirri hugmynd að það sem best hvetur manninn til að breyta lífsháttum og neysluvenjum spretti af kærleika – kærleika til afkomenda sem munu erfa jörðina og kærleika til hins meira-en-mannska: fjalla, lækja, fugla og blóma.
Leiðin vinnur með pílagrímsgöngu sem aðferð til að styrkja tengsl – við jörðina, samfélagið og okkur sjálf en pílagrímsgangan er bæði ferðalag út á við og inn á við.
Hægt er að upplifa Leiðina á tvo vegu:
- Hópganga með leiðsögn – skipulögð ganga þar sem hópur fer leiðina saman.
- Ganga á eigin vegum – eftir að hópgöngum lýkur, verður hægt að hlaða niður leiðbeiningum hér að neðan og upplifa verkið á eigin forsendum, ein eða með öðrum.
Göngurnar eru opnar öllum og hentar öllum aldurshópum.
Leiðin - Vatnsmýrin
Leiðin performatíf pílagrímsferð um Vatnsmýrina í Reykjavík
Steinunn Knúts Önnudóttir og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðslistakonur bjóða gestum í performatífa pílagrímsferðir um Vatnsmýrina í Reykjavík. Ferðin byrjar og endar við Norræna húsið og hentar öllum aldurshópum með allskonar getu.
Í Reykjavík er ferðin sérstaklega hönnuð með þarfir fólks með fjölbreytta hreyfigetu í huga en Kolbrún Dögg sviðshöfundur ferðast sjálf um á hjólastól.
Praktískar upplýsingar
Farið er frá Norræna Húsinu
Ferðin tekur um 90 – 120 mínútur og er umþb. 2,5 kílómeter. Boðið er uppá hressingu í ferðinni. Ferðast er eftir malbikuðum göngustígum og hellulögðum gangstéttum en um 5-10% af leiðinni er eftir malarstígum með fínni möl.
Farið á eigin vegum
Leiðarlýsingar til niðurhals: Leiðin_Vatnsmýrin_niðurhal
Bókanir í hópferð með leiðsögn
Hægt er að bóka sérstakar ferðir fyrir hópa á íslensku, ensku eða dönsku eftir samkomulagi.
Bókunarbeiðnir sendist tölvupósti á fallegt@fallegt.com
Ferðast er með virðingu fyrir landi og lífi.
Liðnar ferðir með leiðsögn: 10.júní, 12.júní, 14.júní 2025.
Leiðin - Ásbyrgi
Steinunn Knúts Önnudóttir sviðslistakona og Benjamín Þorlákur Kjaran Steinunnarson Eiríksson landvörður bjóða til performatífrar pílagrímsgöngu í Ásbyrgi. Gangan byrjar og endar við Gljúfrastofu og er sértakt leiðarljós göngunnar líkamleikinn.
Praktískar upplýsingar
Gengið er frá Gljúfrastofu eftir Áshöfðahring, göngustíg A5. Gangan tekur 3 – 3,5 klst. og er miðlungs erfið. Farið er um 8 kílómetra leið eftir troðnum stígum og hentar flestu fólki. Hægt er að ganga leiðina í skipulagðri ferð á vegum Fagurferða eða á eigin vegum.
Leiðsögn er á íslensku og ensku.
Gengið á eigin vegum
Leiðarlýsingar til niðurhals: Leiðin_Ásbyrgi_niðurhal
Bókanir í hópgöngu með leiðsögn
Ekki er tekið við bókunum sem stendur.
Frekari upplýsingar á fallegt@fallegt.com
Gengið er með virðingu fyrir landi og lífi.
Liðnar ferðir með leiðsögn: 26. og 29.júní 2025.
Leiðin - Kjós
Leiðin – Kjós 19.júlí kl.10:30 í tengslum við Kátt í Kjós.
Leiðsögufólk: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, umhverfisheimspekingur, Hrefna Lind Lárusdóttir, sviðslistakona og Steinunn Knúts Önnudóttir, sviðslistakona.
Skráning
Skráning fer fram með tölvupósti á fallegt@fallegt.com
Vinsamlega sendið dagsetningu og fjölda þátttakenda.
Hægt er að bóka hópgöngur eftir samkomulagi.
Gengið er með virðingu fyrir landi og lífi.
Leiðin - Hallormstaðarskógur
Leiðin Hallormstaður 7. – 10. ágúst